Bæjarráð Árborgar vill að þeir flokkar sem buðu fram í kosningunum í vor leggi fram upplýsingar um heildarkostnað og styrki vegna framboða sinna.
Í greinargerð sem fylgdi tillögu Samfylkingarinnar um þetta efni segir að birting slíkra upplýsinga sé „eðlilegur liður í því að auka gegnsæi og eyða tortryggni í garð stjórnmála og stjórnmálamanna.“
Tillagan var samþykkt samhljóða.