Framboðslisti T-listans samþykktur

Helgi Kjartansson, íþróttakennari og formaður byggðaráðs, er í 1. sæti framboðlista T-listans í Bláskógabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Á fundi sem fram fór í Aratungu fyrr í mánuðinum lagði uppstillinganefnd fram tillögu að röðun á T-listann.

Tillagan var samþykkt samhljóða á fundinum og er listinn þannig skipaður:

1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari, Dalbraut 2, Reykholti.
2. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Garði, Laugarvatni.
3. Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki, Heiðarási.
4. Guðrún Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu.
5. Bryndís Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Mentor, Torfholti 2, Laugarvatni.
6. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli.
7. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð.
8. Lára Hreinsdóttir, kennari, Hverabraut 8, Laugarvatni.
9. Smári Þorsteinsson, smiður, Bjarkarbraut 3, Reykholti.
10. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum.
11. Gróa Grímsdóttir, bóndi, Ketilvöllum.
12. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi, Heiðarbæ.
13. Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari, Arnarholti.
14. Svava Theódórsdóttir, viðskiptafræðingur og húsfreyja, Höfða.

Í greinargerð uppstillingarnefndar kom fram að við röðun á listann hafi verið haft að leiðarljósi að listinn endurspeglaði eins og hægt væri samfélagsgerð Bláskógabyggðar, t.d. út frá búsetu, aldri og atvinnu, og að kynjajafnréttis væri gætt.

T-listinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum og er í meirihluta í sveitarstjórn. Nokkur breyting hefur orðið á röðun manna á listanum frá síðustu kosningum en meðal annars gaf Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, ekki kost á sér.

Í tilkynningu frá listanum segir að hann muni áfram standa fyrir gegnsærri og opinni stjórnsýslu, lýðræði og þátttöku íbúa.

Fyrri greinHanna áfram á Selfossi
Næsta greinTólf pör tóku þátt í skemmtilegri keppni