Framboði Ábyrgrar framtíðar hafnað

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur hafnað framboði Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu þar sem skilyrði um fjölda meðmælenda var ekki uppfyllt.

RÚV greinir frá þessu og segir að 31 meðmælanda hafi vantað upp á að skilyrðin yrðu uppfyllt og því var framboðinu hafnað með úrskurði yfirkjörstjórnar.

Ábyrg framtíð hefur sólarhring til að kæra þessa niðurstöðu til landskjörstjórnar.

Að öllu óbreyttu verða því tíu listar í framboði í Suðurkjördæmi.

Frétt RÚV

Fyrri greinHamar í 4. sæti
Næsta greinGul viðvörun: Fyrsta haustlægðin