Kjörstjórn Skaftárhrepps framlengdi í dag framboðsfrest vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem einungis einn listi hafði verið lagður fram í sveitarfélaginu.
Skila átti framboðslistum inn í síðasta lagi í dag en fresturinn hefur verið framlengdur til hádegis á sunnudaginn.
Eftir hádegi í dag bættist svo við nýtt framboð, Ö-listinn, en oddviti hans er Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum.
„Við erum hópur fólks með alls kyns reynslu, á ýmsum aldri og fjölbreyttan starfsvettvang þó að flest séum við nú bændur. Það sem tengir okkur fyrst og fremst saman er að við trúum því að traust og góð samvinna sé lykillinn að farsæld og góðum árangri fyrir öflugt samfélag og þannig stefnum við að því að vinna. Við völdum þvi listabókstafinn Ö fyrir öflugt samfélag,“ segir í tilkynningu frá Ö-listanum.
Ö-listinn er þannig skipaður:
1. Jóhannes Gissurarson bóndi, Herjólfsstöðum í Álftaveri.
2. Björn Helgi Snorrason bóndi, ferðaþjónustubóndi og húsasmíðameistari, Kálfafelli í Fljótshverfi.
3. Gunnar Pétur Sigmarsson búfræðingur, Skerjavöllum 1, Kirkjubæjarklaustri.
4. Auður Guðbjörnsdóttir bóndi, Búlandi í Skaftártungu.
5. Bergur Sigfússon bóndi, Austurhlíð í Skaftártungu.
6. Arna Guðbjörg Matthíasdóttir hótel- og veitingastjóri og háskólanemi, Kársstöðum í Landbroti.
7. Elín Heiða Valsdóttir bóndi, Úthlíð í Skaftártungu
8. Auður Eyþórsdóttir atvinnurekandi, Skriðuvöllum 9, Kirkjubæjarklaustri.
9. Guðbrandur Magnússon bóndi og tamningamaður, Syðri-Fljótum í Meðallandi.
10. Helga Dúnu Jónsdóttir bóndi og sjálfstætt starfandi, Þykkvabæ 1, Landbroti.
TENGDAR FRÉTTIR: