Framboðslisti T-listans í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur samhljóða á fjölmennum fundi í Aratungu í gærkvöldi.
T-listinn er með hreinan meirihluta í Bláskógabyggð en í kosningunum 2018 fékk listinn um 60% atkvæða og fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn.
Eins og fyrir fjórum árum er það Helgi Kjartansson, oddviti, sem leiðir listann. Valgerður Sævarsdóttir, sem var í 2. sæti fyrir fjórum árum, hættir í sveitarstjórn og skipar heiðurssæti listans.
Í tilkynningu frá flokknum segir að á listanum sé reynslumikið sveitarstjórnar- og félagsmálafólk, ásamt efnlilegu ungu fólki sem hefur mikinn áhuga á málefnum sveitarfélagsins.
Framboðslisti T-lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022:
1. Helgi Kjartansson, kennari og oddviti, Reykholti
2. Stefanía Hákonardóttir, rafmagns- og heilbrigðisverkfræðingur, Laugardalshólum
3. Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, vélvirki, Heiðarbæ 4
4. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu
5. Guðni Sighvatsson, íþróttafræðingur og kennari, Laugarvatni
6. Áslaug Alda Þórarinsdóttir, þjónustustjóri, Spóastöðum 1
7. Elías Bergmann Jóhannsson, starfsmaður íþróttamannvirkja, Laugarvatni
8. Sólmundur Magnús Sigurðarson, stuðningsfulltrúi og þjálfari, Austurhlíð 3
9. Grímur Kristinsson, smiður og búfræðingur, Ketilvöllum
10. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð 2
11. Auður Ólafsdóttir, húsmóðir og hársnyrtir, Litla-Fljóti
12. Arite Fricke, hönnuður og listgreinakennari, Laugarási
13. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli
14. Valgerður Sævarsdóttir, bókasafnsfræðingur, Laugarvatni