Framkvæmdir í Þingborg ganga vel

Framkvæmdir við leikskólann í Þingborg ganga vel. Grunnur fyrir nýbyggingu var 2-3,5 m að dýpt en ekki var vitað fyrirfram hversu langt væri niður á fast.

Sökklar voru nýlega steyptir og á næstunni verður hafist handa við að reisa veggi nýbyggingar.

Allt útlit er fyrir að leikskólinn verði tilbúinn á tilsettum tíma eða um næstu áramót.

Fyrri greinBragi og Bergþór í Strandarkirkju
Næsta greinHreppurinn býður upp á viðtal við lögmenn