Framkvæmdir við Hamarshöllina í fullum gangi

Framkvæmdir við Hamarshöllina á Vorsabæjarvöllum eru fullum gangi. Trésmiðja Sæmundar ehf. hefur lokið við að steypa undirstöður og gólf og verktakinn Sport-Tæki ehf. er langt kominn með að leggja gervigrasið.

Gangur verksins er í samræmi við framkvæmdaáætlun.

Gert er ráð fyrir að yfirbyggingin, sem er tvöfaldur loftborinn dúkur, verði reist í byrjun júlí nk. Höllin verður svo fullfrágengin með boltagólfi, aðstöðuhúsi og öðrum frágangi í september nk.

Fyrri greinHeitast á Eyrarbakka
Næsta greinLítill vatnsþrýstingur í Landeyjunum