Framkvæmda- og eignanefnd skipuð í Rangárþingi ytra

Að Fjallabaki. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Skipað var í nýja framkvæmda- og eignanefnd Rangárþings ytra á fundi sveitarstjórnar í dag.

Nefndina skipa Eggert Valur Guðmundsson formaður og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir fyrir hönd Á-lista og Ingvar Pétur Guðbjörnsson fyrir hönd D-lista. Varamenn verða Þórunn Dís Þórunnardóttir og Viðar M. Þorsteinsson fyrir hönd Á-lista og Eydís Indriðadóttir fyrir hönd D-lista.

Nefndin mun fara með málefni viðhalds- og framkvæmda, fráveitu og málefni Rangárljósa. Hlutverk hennar er að hafa umsjón með viðhaldi og framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og vera ráðgefandi varðandi forgangsröðun viðkomandi verkefna.

Nefndin mun taka til starfa þegar breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins birtast í B-deild Stjórnartíðinda.

Fyrri greinSuðri verður deild innan Umf. Selfoss
Næsta greinSafna fyrir hitaveitutengingu með skötuveislu