Framkvæmdir eru að hefjast við frágang bílaplans við Hamarshöllina en samningur um framkvæmdina var undirritaður þann 8. mars síðastliðinn.
Það er fyrirtækið Arnon ehf, Guðmundur Sigfússon, sem sér um framkvæmdina en hún felst í jarðvegsskiptum, malbikun, lagningu gangstétta og uppsetningu lýsingar á hluta bílaplansins. Arnon ehf var lægst í útboði þar sem tíu aðilar skiluðu tilboðum en fyrirtækið rúmlega 32,5 milljónir króna í verkið.
Verklok eru áætluð um miðjan júlí.