Framlag jöfnunarsjóðs til Grímsnes- og Grafningshrepps og Ásahrepps vegna tekjujöfnunar verður skert um helming á þessu ári. Skerðingin nemur 25 milljónum króna í GOGG en 8 milljónum í Ásahreppi.
Ákvörðunin var tekin 21. desember, sama dag og halda átti fund um afgreiðslu fjárhagsáætlunar Grímsnes- og Grafningshrepps en vegna tilkynningarinnar og breytingarinnar var afgreiðslunni frestað þar til á föstudaginn í síðustu viku.
Á fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna tveggja er gert ráð fyrir tekjuafgangi, þrátt fyrir skerðinguna.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT