Stjórn Framsóknarfélags Árborgar, ásamt öllum frambjóðendum í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí, hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hætta við prófkjör og stilla þess í stað upp öflugum lista. Félagsfundur staðfesti þessa ákvörðun í dag.
„Frambjóðendur vilja snúa bökum saman, sýna samstöðu og beina kröftum sínum strax að verkefninu framundan. Framsókn er samvinnuflokkur og þessi ákvörðun í samræmi við gildi flokksins. Við viljum halda áfram að fjárfesta í fólki með frábærum hópi fólks hér í samfélaginu og vinna að hagsmunum íbúa með það að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Listinn í heild verður borinn upp til samþykktar á félagsfundi Framsóknarfélags Árborgar þann 17. mars næstkomandi.