Framsókn með fimm í nýjustu könnun

Framsóknarflokkurinn fær fimm þingmenn í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birt var í gær.

Miðað við þessa könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins yrðu þingmenn Suðurkjördæmis þessir:

Framsókn
Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Hrunamannahreppi
Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri, Reykjanesbæ
Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi, Grindavík
Haraldur Einarsson, verkfræðinemi, Flóahreppi
Fjóla Hrund Björnsdóttir, starfsmaður Hótel Rangá og nemi í HÍ

Sjálfstæðisflokkur
Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ
Unnur Brá Konnráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli
Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, Garði

Samfylking
Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður.

Vinstri grænir
Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur.

Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns á landsvísu en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl. Til þess að fá nákvæmari mynd af Suðurkjördæmi hefði þurft 600 manna úrtak í kjördæminu.

Fyrri greinMargir áhugasamir um afþreyingu ferðamanna
Næsta greinRannsókn á láti fanga lokið