Hópur fjórtán og fimmtán ára unglinga í vinnuskóla Árborgar vinna í Grænjaxlinum í sumar sem er blað sem skólinn gefur út þar sem starfsemin er kynnt í máli og myndum.
Auk þess er hópurinn að vinna vídeómyndbönd og heldur úti fesbókarsíðu.
„Þetta eru hressir og skemmtilegir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér“, segir Sara Árnadóttir, umsjónarmaður hópsins en Sverrir Heiðar Davíðsson, aðstoðar hana með hópinn.
Fyrsta blað Grænjaxlsins kemur út um miðjan júlí.