Fullt var út úr dyrum á fystu jólasýningu fimleikadeildar Umf. Selfoss í íþróttahúsi Vallaskóla í morgun.
Þema sýningarinnar í ár er Fríða og Dýrið og taka allir iðkendur deildarinnar, um 400 talsins, þátt í sýningunni enda var mikið líf og fjör í íþróttahúsinu.
Mikil vinna hefur verið lögð í sýninguna enda ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna í lokin eftir stórglæsilega sýningu.
Jólasýning fimleikadeildarinnar hefur notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina og nú var brugðið á það ráð að sýna þrívegis í dag til að anna eftirspurninni. Síðasta sýningin er kl. 13:30 í íþróttahúsi Vallaskóla.