Þátttakendur í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, áttu leið um Selfoss síðastliðinn laugardag. Þeir komu við í miðbæjargarðinum þar sem gróðursett var friðartré.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, tók á móti hópnum sem síðan gróðursetti gráelri í bæjargarðinum með Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar.
Markmið hlaupsins er að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Þátttakendur í Friðarhlaupinu munu hlaupa hringveginn á næstu vikum og enda í Reykjavík 12. júlí.