Frístundamessa í Vallaskóla

Frístundamessa í Árborg. Ljósmynd/Aðsend

Á morgun laugardag stendur Sveitarfélagið Árborg fyrir árlegri Frístundamessu að hausti í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög í sveitarfélaginu.

Kynningarnar verða tvíþættar. Í dag, föstudag er kynning fyrir nemendur í 2.-8. bekk en starfsfólk grunnskólanna mun fylgja krökkunum yfir í íþróttahús Vallaskóla.

Á laugardag verður svo opin fjölskyldukynning á milli kl. 11:00 og 13:00 þar sem vonast er eftir fjölmenni foreldra og annarra forráðamanna í fylgd barna sinna. Allir eru velkomnir en börn á grunnskólaaldri sem og börnum í elstu deildum leikskóla sérstaklega velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra. Á svæðinu verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og Svali og ís.

Þeir sem kynna starfsemi sína á frístundamessunni eru Selfoss karfa, Crossfit Selfoss, Skákfélag Selfoss og nágrennis, æskulýðsstarf Selfosskirkju, Skátafélagið Fossbúar, félagsmiðstöðin Zelsiuz og sex deildir Ungmennafélags Selfoss en það eru sunddeild, taekwondodeild, handboltadeild, júdódeild, frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild.

Fyrri greinTilheyra
Næsta greinGröfutækni með lægsta tilboðið í Björkurstykki