Jógaloftið á Selfossi tekur þátt í viðburðavikunni Friðsæld í febrúar sem er á vegum Í boði náttúrunnar og býður öllum að koma og prófa jógatíma í kvöld. miðvikudaginn 11. febrúar.
Jógaloftið á Selfossi býður upp á opna tíma og námskeið í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hver Kundalini jógatími samanstendur af möntrum, líkamsstöðum, öndunaræfingum, handstöðum, einbeitingu augna, slökun og hugleiðslu. Kundalini jóga hefur jafnan verið nefnt jóga vitundarinnar, að iðka Kundalini jóga þýðir því í raun að vera vakandi, að rækta vitund okkar og finna okkur sjálf vaxa og styrkjast, meðvitaðri um okkar eigin innri orku.
Í kvöld kl. 20:15 verður boðið upp á frían aðgang að jógatíma og hugleiðslu í risinu á Austurvegi 21. Kennari er Dagmar Una. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.