Frítt í sund fyrir öll börn í Árborg

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að bjóða öllum börnum 17 ára og yngri frítt í sundlaugar sveitarfélagsins frá 1. júní til 30. september næstkomandi.

Í dag er frítt  í sund á Selfossi og á Stokkseyri fyrir öll börn sem búsett eru í Árborg. Frá og með 1. júní skiptir búsetan ekki máli, heldur verður frítt fyrir öll börn.

Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar og eru sundstaðir Árborgar ákjósanlegur kostur fyrir góða sundlaugarferð á ferðalaginu.

Fyrri grein850 milljón króna fjárfestingar í Hveragerði
Næsta greinÓlöf María dúxaði í FSu