Ágæt mæting var í skoðunarferð um Eyrarbakkakirkju og kirkjugarðinn sem Menningarnefnd Árborgar stóð fyrir í dag.
Það var Magnús Karel Hannesson sem sá um leiðsögn í ferðinni og voru þátttakendur í ferðinni ánægðir með leiðsögumanninn sem er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að sögu Eyrarbakka.
Eftir skoðunarferðina hresstu menn sig á kaffi og kleinum í boði menningarnefndar.