Síðastliðinn föstudag setti fimleikadeild Umf. Stokkseyrar ásamt barnakór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri upp jólaleikrit byggt á söngleiknum Annie.
Sýndar voru tvær sýningar og var húsfyllir á þeim báðum. Um fimmtíu börn tóku þátt í sýningunni ásamt þjálfurum og kórstjóra. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir söng einsöng og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson fór með hlutverk sögumannsins. Gestaleikari var svo Hermundur Guðsteinsson sem sló svo rækilega í gegn sem vonda heimilisstýran, Fröken Hundasúra.
Sýningarnar tókust mjög vel og glitti jafnvel í tár á hvarmi hjá allra hörðustu mönnum í áhorfendastúkunni, svo hjartnæm þótti sagan.
Þetta var í fyrsta skipti sem fimleikadeildin og barnakórinn stilltu saman krafta sína og að sögn aðstandenda sýningarinnar verður leikurinn klárlega endurtekinn að ári.
Hermundur Guðsteinsson sló rækilega í gegn sem vonda heimilisstýran, Fröken Hundasúra.
Um fimmtíu börn tóku þátt í sýningunni ásamt þjálfurum og kórstjóra.