Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er í greiðslustöðvun og á í samningum við sinn helsta lánardrottinn, Landsbankann, um framtíð fyrirtækisins.
Guðmundur Lárusson, stjórnarformaður, segir í samtali við Sunnlenska fréttablaðið að viðræðurnar snúist fyrst og fremst um miklar skuldir sem hafa orðið til á fáeinum árum og helgast af falli krónunnar.
„Það alvarlegasta er þó að miðað við ástandið um þessar mundir lítur út fyrir áframahaldandi verkefnaskort. Það eru engin útboð í gangi,“ segir Guðmundur. „Það er útlit fyrir frostavetur ef engin breyting verður á,“ segir Guðmundur.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT