Föstudaginn 26. júní kl.17:00 mun frú Vigdís Finnbogadóttir heiðra Hvergerðinga með nærveru sinni og gróðursetja þrjú tré í Smágörðunum.
Þetta er gert til að minnast þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin forseti, fyrst kvenna í lýðræðislegri kosningu. Smágarðarnir eru við hlið Hótels Arkar, við Breiðumörkina.
„Gaman væri ef sem flestir gætu mætt og heiðrað þannig yndislega konu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.
Þessum tímamótum verður minnst víðar, meðal annars í Ölfusinu þar sem gróðursett verður í Skýjaborgum, reit Lionsklúbbs Þorlákshafnar á laugardaginn kl. 11. Þátttakendur í gróðursetningu eru piltur og stúlka sem eru fulltrúar kynjanna ásamt því að vera fullrúar framtíðarinnar.