Leikfélag Selfoss hefur frestað frumsýningu á "Hinu dularfulla hvarfi hollvinafélagsins" sem til stóð að frumsýna á föstudagskvöld.
Af óviðráðanlegum ástæðum hefur frumsýningunni verið frestað um viku og verður hún föstudaginn 4. mars.
Í leikritinu heldur Hollvinafélag sunnlenskra þjóðsagna af stað í ferðalag á slóðir sunnlenskra þjóðsagna. Undarlegir atburðir fara að gerast og einn af öðrum byrja meðlimir félagsins að hverfa með dularfullum hætti.
Andi Móra, álfa og trölla svífa yfir í þessum gamanleik sem samin er af leikhópi ásamt leikstjóranum, Gunnari B. Guðmundssyni.
Sýningar eru sem hér segir:
Föstudagur 4. mars – frumsýning
Sunnudagur 6. mars – 2. sýning
Fimmtudagur 10. mars – 3. sýning
Föstudagur 11. mars – 4. sýning
Sunnudagur 13. mars – 5. sýning
Fimmtudagur 17. mars 6. sýning
Föstudagur 18. mars 7. sýning
Sýningar hefjast klukkan 20:30
Miðapantanir eru í síma 482-2787.