FSu áfram í 2. umferð Gettu betur

Lið Fsu (f.v.) Valgeir Gestur, Elín og Heimir Árni. Ljósmynd/Stefán Hannesson

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands vann í kvöld öruggan sigur á Borgarholtsskóla í sinni fyrstu viðureign í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Eftir hraðaspurningar var staðan 15-9, FSu í vil. Heimamenn sigldu örugglega í mark og enduðu með 35 stig gegn 15.

Lið FSu er skipað þeim Elínu Karlsdóttur, Heimi Árna Erlendssyni og Valgeiri Gesti Eysteinssyni. Þjálfari liðsins er Stefán Hannesson.

Menntaskólinn að Laugarvatni hefur leik annað kvöld og mætir Verzlunarskóla Íslands kl. 18:40 og má nálgast beint netstreymi af viðureigninni á ruv.is.

-dng.

Fyrri greinFyrsta barn ársins á HSU
Næsta greinDagný ráðin fjármála- og skrifstofustjóri