
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir glæsilegan sigur á Menntaskólanum við Hamrahlíð í 16-liða úrslitum í kvöld.
FSu tók forystuna strax eftir hraðaspurningarnar og bætti svo í forskotið í bjölluspurningunum. Að lokum var öruggur 25-18 sigur í húsi.
Í 8-liða úrslitunum fá Sunnlendingarnir verðugt verkefni en FSu mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í Ríkissjónvarpinu föstudaginn 24. febrúar.
Lið FSu skipa þau Elín Karlsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Heimir Árni Erlendsson.