FSu og ML áfram í Gettu betur

Lið FSu (f.v.) Valgeir Gestur, Heimir Árni og Hrafnhildur Svava í Efstaleitinu í kvöld. Ljósmynd: RÚV/Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni eru komin áfram í 2. umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Liðin mættu bæði til leiks í kvöld í 1. umferðina en í ár taka 25 skólar þátt í keppninni og eru sunnlensku skólarnir nú komnir í 16-liða úrslit.

FSu fagnaði sigri á Framhaldsskólanum á Laugum, 29-18. Lið FSu skipa Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir, Valgeir Gestur Eysteinsson og Heimir Árni Erlendsson.

Það var meiri spenna í viðureign Menntaskólans að Laugarvatni og Menntaskólans á Ísafirði. ML hafði sigur að lokum, 14-12. Lið ML skipa þau Hjördís Katla Jónasdóttir, Ragnar Dagur Hjaltason og Guðjón Árnason.

Lið ML (f.v.) Guðjón, Hjördís Katla og Ragnar Dagur í Efstaleitinu í kvöld. Ljósmynd: RÚV/Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fyrri greinUna því ekki að heimili og fyrirtæki líði fyrir gallaða löggjöf
Næsta greinKraftmikill sóknarmaður til liðs við Selfoss