FSu úr leik í Gettu betur

Lið FSu í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í kvöld. Ljósmynd/Gettu betur

Fjölbrautaskóli Suðurlands er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir tap í 1. umferð gegn Tækniskólanum í kvöld.

Lokatölur urðu 13-22 en staðan eftir hraðaspurningarnar var 11-12. Tækniskólinn var svo sterkari á endasprettinum.

Lið FSu skipuðu þau Ásthildur Ragnarsdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Guðný Von Jóhannesdóttir.

Menntaskólinn að Laugarvatni féll úr leik í gærkvöldi og er þátttöku sunnlensku framhaldsskólanna því lokið þetta árið.

Fyrri greinStórt útkall á Kili
Næsta greinFjórir Selfyssingar í leikmannahópi Íslands