FSu úr leik í Gettu betur

Lið FSu (f.v.) Júlía, Ásrún og Bjarni Már. Ljósmynd/Stefán Hannesson

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er úr leik í Gettu betur eftir drengilega keppni gegn Verslunarskóla Íslands í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Versló hafði forystuna allan tímann, leiddi 15-10 eftir hraðaspurningarnar, en FSu liðið átti fína spretti á köflum, þó að lokahluti keppninnar yrði ekki spennandi. Lokatölur urðu 30-19, Versló í vil.

Lið FSu skipa þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Bjarni Már Stefánsson og Júlía Lis Svansdóttir. Meðal liðsmanna Verslunarskólans er Jens Ingi Andrésson, ættaður frá Stokkseyri, en afi hans er FSu goðsögnin Ingis þýskukennari.

Fyrri greinHrunamenn réðu ekki við toppliðið
Næsta greinFlugvélin er fundin