Nýlega var lokið við að reisa viðbyggingu við gamla gróðurhúsið á Sólheimum og er húsið í alla staði glæsilegt og er stærsta byggingin á Sólheimum. Húsið er um 1700 fermetrar og er nú ræktun á 2600 fermetrum.
Í húsinu verða ræktaðir tómatar, gúrkur, paprika, kúrbítur, chili o.fl. með lífrænum aðferðum. Afurðirnar eru seldar á Sólheimum og í stórmörkuðum. Næstu skref er að ganga frá hitalögnum en heita vatnið er tekið úr borholu á staðnum, einnig að ganga frá rafmagni og lýsingu.
Húsið er sérstakt að því leita að það verður með gardínum sem dregur úr ljósmengun og endurkastar ljósi betur til plantanna. Einnig verður fullkomin stýritölva í húsinu sem tryggir að orkan verður nýtt eins vel og möguleiki er á.