Síðastliðinn föstudag var tekin formlega í notkun skólphreinsistöð af fullkominni gerð við Brautarholt á Skeiðum.
Stöðin mun þjóna þéttbýliskjarnanum í Brautarholti ásamt tjaldsvæði og gistiþjónustu sem þar er rekin.
Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita er aðalhönnuður mannvirkisins. Verktaki var Georg Kjartansson á Ólafsvöllum.
Kostnaður við verkefnið er á bilinu 45-50 milljónir króna en að sögn Kristófers Tómassonar, sveitarstjóra, er stigið gott framfaraskref í umhverfismálum sveitarfélagsins með tilkomu stöðvarinnar. Þá er afkastageta hennar næg til þess að mæta vexti á svæðinu.