Fullur Lithái út um allan veg

Lögreglan á Selfossi kærði þrjá ökumenn fyrir ölvun við akstur í síðustu viku; Íslending, Pólverja og Litháa.

Litháinn hafði ekið glæfralega fram úr bifreiðum á leið sinni, ýmist hægra- eða vinstramegin.

Allir voru ökumennirnir sviptir ökurétti til bráðabirgða á lögreglustöð og fara mál þeirra hefðbundna leið eftir kerfinu.

Þá var einn kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna en sá var með kannabisplöntu með sér í bílnum auk nokkurra gramma af marijuana og leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu.

Fyrri greinTveir teknir innanbæjar
Næsta greinSkorið á heyrúllur á Vatnsleysu