Lögreglan hafði um helgina afskipti af ökumanni innanbæjar á Selfossi þar sem grunur vaknaði um að hann væri ölvaður undir stýri.
Þegar hann var beðinn að framvísa skilríkjum rétti hann lögreglumönnum skilríki annars manns og ætlaði með því að blekkja lögreglu.
Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum og mun hann verða kærður fyrir ölvunarakstur, akstur sviptur ökurétti og hegningarlagabrot með því að hafa notað ófalsað skjal í blekkingarskyni.