Fundað um fangelsismál

Bæjarstjórn Árborgar hefur boðað til opins fundar um fangelsismál í kvöld kl. 20 á Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Til fundarins er boðið þingmönnum kjördæmisins og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, sem hefur þekkst boðið.

Á fundinum verða rædd áform stjórnvalda um uppbyggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis. Í fundarboði kemur fram að mikilvægt sé að uppbygging verði áfram áformuð á Litla-Hrauni.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Fyrri greinBoðin út í vetur
Næsta greinAndrés aðstoðar Svandísi