Sjálfseignarstofnunin Tryggvaskáli hefur leitað til Sveitarfélagsins Árborgar til að ræða um möguleg framtíðarnot skálans.
Var þetta gert á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins í liðinni viku og komu fulltrúar stofnunarinnar á fund ráðsins.
Samkvæmt Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar, er framkvæmdum lokið innan húss, ef frá er talið framkvæmdum við eldhúsið, og fljótlega verður hafist handa við að laga lóð og bílastæði við húsið. Því sé orðið tímabært að skoða hvert framtíðarhlutverk hússins verður. Verður það gert í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands.