Fundaröð Íbúalistans í dreifbýli Ölfuss

Allir íbúar í hverju sveitarfélagi eru jafn mikilvægir. Þá skiptir engu um hver þeirra bakgrunnur er, aðstæður þeirra eða búseta. Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi voru samkvæmt Hagstofu Íslands 2.481 þann 1. janúar síðastliðinn og þar af búa 561 íbúi í dreifbýli Ölfuss.

Við á Íbúalistanum viljum af mikilli einlægni setja okkur vel inn í mál sem brenna á íbúum, öllum íbúum. Þessvegna ætla frambjóðendur á Íbúalistanum fara vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 9. apríl. Tilgangur ferðarinnar er að hitta sem flesta íbúa í dreifbýlinu og hlusta á hvað þau hafa að segja um málefni Sveitarfélagsins Ölfuss. Ferðin er hluti af málefnavinnu Íbúalistans og haldnir verða málefnafundir á eftirfarandi stöðum:

kl. 9:30 í pylsuvagninum í Selvogi
kl. 11 á Læk
kl. 13 á Kambastöðum í Bæjarþorpi
kl. 17:30 á Básum í Efstalandi.

Auk þess ætla frambjóðendur að heimsækja Garðyrkjuskólann, Eldhesta og Hvamm til þess að fræðast um starfsemi þeirra.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á opnu fundunum.

Fréttatilkynning

Fyrri greinEldar besta matinn í núvitundarástandi
Næsta greinFramboðsfrestur framlengdur í Skaftárhreppi