Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi funduðu í dag með starfsmönnum Innanríkisráðuneytisins, að frumkvæði þess, um stöðu embættisins og löggæslunnar í Árnessýslu.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fundurinn hafi verið afar gagnlegur og annar fundur hefur verið ákveðinn í næstu viku. Tíminn fram að honum verður nýttur í gagnaöflun og greiningu þeirra.
Fáist ekki frekari fjárveitingar til sýslumannsembættisins verða aðeins þrír lögreglumenn á vakt í Árnessýslu frá og með 1. september næstkomandi.