Tvöhundruð lítrar af gambra voru gerðir upptækir á sveitabæ í Árnessýslu í síðustu viku.
Engin suðutæki fundust við húsleit lögreglu, né tilbúið áfengi. Maður gekkst við því að eiga mjöðinn sem var gerður upptækur og sýni sent á rannsóknarstofu til styrkleikamælingar.
Málið er í rannsókn lögreglunnar á Selfossi.