Félagar úr Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli fóru um helgina norður að Þeistareykjum þar sem þeir aðstoðuðu bændur og aðra björgunarsveitarmenn við að leita að fé sem fennti fyrir nítján dögum síðan.
Störfin fólust að mestu leiti í smalamennsku og leit að sauðfé. Þó nokkrar heimtur urðu um helgina og voru menn finna lifandi fé grafið í fönn ásamt dýrum sem hafa drepist.
Hópurinn sem Dagrenningarmenn voru í fann rúmlega fjörutíu kindur á lífi og margar hverjar í ótrúlega góðu ástandi.
Um 100 björgunarsveitamenn víða að af landinu leituðu um helgina og lauk leitinni í dag og er nú formlegri leit lokið.
Dagrenningarmenn að störfum á Þeistareykjasvæðinu. sunnlenska.is/Þorsteinn Jónsson