Fundu 400 lítra af gambra á Stokkseyri

Í hádegi komust lögreglumenn á Selfossi á snoðir um áfengisbruggun á Stokkseyri. Við húsleit í íbúðarhúsi fundust rúmlega 400 lítrar af gambra og 14 lítrar af tilbúnum landa.

Áfengið var haldlagt og einn maður var handtekinn í tengslum við málið og færður til yfirheyrslu. Sýni verða tekin af miðinum sem verða send á rannsóknarstofu þar sem áfengismagn verður mælt.

Að lokinni rannsókn verður málið sent saksóknara til frekari ákvörðunar.

Fyrri greinNýir samningar við ungmennafélagið
Næsta greinKlerkar í klípu í Tungunum