Húsleit var gerð á bæ í Rangárvallasýslu um helgina vegna gruns um að þar færi fram kannabisræktun. Við leit fundust innan við 100 blómapottar sem sýnilega höfðu verið notaðir til ræktunar kannabis.
Ljóst er að nýlega höfðu plönturnar verið skornar niður og í rými sem pottarnir voru í fundust leifar af kannabislaufum. Hald var lagt á nokkra ræktunarlampa og ýmsa muni sem tengdust ræktuninni.
Einn maður var yfirheyrður vegna málsins sem er í rannsókn.