Lögreglumenn frá Selfossi höfðu um helgina uppi á búnaði tengdum beitningavél sem hvarf í Þorlákshöfn í ágúst síðastliðnum. Verðmæti búnaðarins er á aðra milljón króna væri hann keyptur nýr.
Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglumennirnir komust á krókótta leið búnaðarins sem leiddi til þess að hann hefur nú verið endurheimtur.
Ekki er vitað hver var valdur að hvarfi tækjanna.