Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, boðar til fundar í Salnum í Kópavogi kl. 14 í dag. Fundurinn er í beinu streymi hér fyrir neðan.
Um næstu mánaðamót verður nýr formaður kosinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa flokksmenn um allt Suðurkjördæmi skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram. Af þeim sökum boðar Guðrún til fundar til þess að taka samtal við flokksfélaga sína.