Ekkert sást til gosstöðvanna í Eyjafjallajökli í dag. Af og til mælast stöku litlir skjálftar undir og við toppgíginn og eru þeir yfirleitt grunnir.
Á mánudagskvöld hækkaði órói lítillega aftur. Þá sást einnig hærri gufubólstur. Bólsturinn var hvítur og líklega lítið eða ekkert um ösku í honum. Síðan hefur verið tíðindalítið á gosstöðvunum en vísindamenn fyljast áfram grannt með eldstöðinni.