Fylkisstjóri Troms í heimsókn

Fylkisstjóri Troms í Noregi, Svend Ludvigsen f.v. sjávarútvegsráðherra Noregs heimsótti Rangárþing eystra ásamt fríðu föruneyti í gær.

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri tóku á móti gestunum sem voru sveitarstjórnarmenn af svæðinu. Ísólfur Gylfi sagði þeim frá sveitarfélaginu en Sveinn fór yfir mál er tengdust almannavörnum, rýmingaráætlunum og ýmsu varðandi eldgosið í Eyjafjallajökli.

Þess má til gamans geta að Svend Ludvigsen er gamall félagi Ísólfs Gylfa úr Norðurlandaráði og hefur áður verið hér á svæðinu. Í dag heimsóttu sveitarstjórnarmennirnir eldfjallasafnið á Þorvaldseyri og Vestmannaeyjar.

Fyrri greinAukinn órói undir Mýrdalsjökli
Næsta greinTeitur Örn setti Íslandsmet