Búið er að loka þjóðvegi 1 á Skeiðarársandi og að Höfn vegna óveðurs þar sem reiknað er með vindhviðum allt að 45 – 50 m/s.
UPPFÆRT KL. 12:01
Vegagerðin reiknar með að þjóðvegi 1 á Skeiðarársandi og í Öræfasveit verði lokað kl 11:00 vegna óveðurs þar sem reiknað er með vindkviðum allt að 45 – 50 m/s.
Suðaustanlands brestur á með norðvestan ofsa frá Lómagnúpi austur á firði. Sviptivindar staðbundnir allt að 45-50 m/s. Gengur niður seinnipartinn.
Klukkan 9:10 í morgun var snjóþekja á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og víða hálkublettir og éljagangur. Víðast er greiðfært á Suðurlandi en hálkublettir á nokkrum vegum í uppsveitum.
Greiðfært frá Höfn í Skaftafell en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.