Fyrsta hálkuslysið í haust

Bifreið valt snemma í gærmorgun á Biskupstungnabraut við Heiði. Þrír voru í bifreiðinni og sluppu án teljandi meiðsla.

Talið er að ísing hafi verið á veginum sem hafi átt sinn þátt í því að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni.

Á föstudag var ekið á ljósastaur á mótst við tjaldsvæðið við Suðurhóla á Selfossi. Staurinn lagðist niður og kalla þurfti til starfsmenn rafveitu til að aftengja staurinn. Enginn slasaðist í þessu óhappi en bifreiðin er töluvert skemmd.

Fyrri greinÞrír handteknir vegna kannabisræktunar
Næsta greinBirgir vill 2. sætið og Eygló fer í Kragann