Þegar Kristinn Guðnason bóndi í Árbæjarhjáleigu 2 í Rangárþingi ytra og fjallkóngur á Landmannaafrétti kom í fjárhúsin í gærkvöldi sá hann að ein ærin var eitthvað undarleg.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að hún var að bera og skömmu síðar var stæðilegur lambhrútur kominn í heiminn, og eflaust er hann fyrsta lamb ársins.