Fyrsta rafmagnsrúta Íslands kemur á Selfoss

„Þetta er í raun strætisvagna útgáfa með plássi fyrir standandi farþega. Vagninn er því notaður til afmarkaðra verkefna t.d. milli bæja eða innanbæjar.

Eftir að öllum öryggisprófunum líkur í Kína kemur vagninn til landsins en til að byrja verður hann í verkefnum á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. á Selfossi,“ segir Magnús Gíslason, sölustjóri Yotong Eurobus.

Fyrstu rafmagnsrúturnar eru að koma til Íslands eftir að samningur þess efnis var undirritaður á dögunum Peking í viðurvist Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, sem staddur var í Kína í tengslum við fríverslunarsamning milli Íslands og Kína.

„Þetta verkefni á sér langan aðdraganda því Yutong Eurobus á Íslandi hefur síðan 2008 unnið með Yutong í Kína varðandi þróun og prófanir á rútum frá Yutong en Zhengzhou Yutong Bus Co er stærsta verksmiðja í heimi í framleiðslu á rútum og strætisvögnum. Heildarframleiðsla þeirra á ári er um 60.000 rútur og strætisvagnar,“ bætti Magnús við.

Fyrri greinÞrýstingssveiflur á heita vatninu
Næsta greinÖrvar með tvö mörk í jafnteflisleik