Fyrsti mjaltaþjónninn sem keyptur hefur verið til landsins eftir kreppu verður settur upp með haustinu í kúabúi á Suðurlandi.
Síðastliðin tvö ár hafa ekki verið fluttir mjaltaþjónar til landsins í kjölfar efnahagsástandsins, enda nemur slík fjárfesting tugum milljóna króna með allri aðstöðu sem slíku mjaltatæki fylgir.
Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að mjaltaþjónar séu á nærri 100 kúabúum á landinu og eru nokkur bú með fleiri en einn mjaltaþjón. Um það bil fimmta hver kýr á Íslandi sé mjólkuð með mjaltaþjóni.