Fyrsti Ölfusárlax sumarsins er kominn á land en Sumarliði Guðbjartsson landaði 85 sm hrygnu á miðsvæðinu um klukkan 18 í kvöld.
Hrygnan fallega féll fyrir cascade keilutúpu sem Sumarliði egndi fyrir hana.
Veiði í Ölfusá hófst í gærmorgun og kom aðeins einn sjóbirtingur á land í gær. Eitthvað hafði sést í lax í ánni síðustu daga en hann er talinn seint á ferðinni og vonast veiðimenn eftir því að veiðin glæðist við háflóð síðar í vikunni.